Harmsögur ævi minnar

31.7.06

Það er svo geðveikt gott kaffi hjá mér í vinnunni að það bjargar öllu - meira að segja mánudögum. Annars verður þetta stutt vika hjá mér þar sem ég verð í fríi á föstudaginn og fæ að fara fyrr á fimmtudaginn til að fara í hársnyrtingu. Svo bruna ég til höfuðstaðar Norðurlands á fimmtudagskvöldið með hjásvæfunni og Glóa (maður fær aldrei pössun) og verður þar mikið glens og grín ef ég þekki okkur rétt. Ég er að sjálfsögðu farin að stressa mig á því hvað ég á að taka með mér, enda margt sem þarf að huga að fyrir fjögurra daga ferðalag... og það hinum megin á landinu. Bezt að fara að útbúa lista.