Harmsögur ævi minnar

27.7.06

Það er merkilegt hvað maður hefur lítið að blogga um þegar lífið er skemmtilegt og maður er alltaf glaður. En ég fer nú að öllum líkindum í skóla aftur í haust þannig að Fúla-Deeza með allt á hornum sér snýr væntanlega aftur, tvíefld og pirruð sem aldrei fyrr og vælandi yfir subbulegum meðleigjendum. Það verður í lok september. Fram að því get ég engu lofað.