Harmsögur ævi minnar

9.8.06

Ég held ég sé komin í vinnuna... ég sit a.m.k. við skrifborð einhvers staðar. Hugur og líkami eru reyndar langt frá því að vera í toppstandi en það verður að hafa það.

Helgin var bara brjáluð. Okkur tókst að fara aldrei í rúmið fyrir hádegi og gleyma að borða svo dögum skipti, þvílíkt var fjörið. Annars gengu hlutirnir stóráfallalaust fyrir sig, fyrir utan sunnudagskvöldið þegar ég þurfti að fara heim með hjásvæfuna sökum ofurölvunar, og ökuferðina heim, en þá fékk ég svo heiftarlega í magann að ég hélt að ég myndi ekki lifa það af. Guði sé lof fyrir Imodium og viðbjóðsleg þjóðvegaklósett. Úff.

Þetta var semsagt frábært og get ég með sanni sagt að Akureyringar eru snargeðveikir og stórfurðulegir. Restin er óprenthæf, set kannski inn myndir við tækifæri. En eiginlega gleymdi ég alltaf að taka myndir þegar það var eitthvað til að taka myndir af. Fokkitt.