Harmsögur ævi minnar

11.8.06

Þá er þessi ör-vika loksins að klárast. Djöfull ætla ég að liggja í leti alla helgina með beikon og mæjónes í bala og spólu í tækinu. Reyndar langar mig helling að kíkja upp í bústað en ég nenni varla umstanginu sem fylgir því... fara í búð, keyra uppeftir, pakka aftur í töskur o.s.frv., o.s.frv. Það er vesen og stundum er ég bara svo viðbjóðslega löt að ég er steinhissa á því að ég nenni yfirhöfuð að draga andann.