Harmsögur ævi minnar

17.8.06

Á morgun fer ég í þetta blessaða TOEFL próf sem tekur marga klukkutíma og eftir því sem ég get bezt skilið þarf ég að ná 110 stigum af 120 til að komast inn í skólann minn. Ég ákvað því í kvöld að tékka á heimasíðu Hr. TOEFL til að athuga hvenær ég ætti að mæta og þess háttar. Rakst ég þá ekki óvænt á einhverjar spjallsíður og komst að því að fólk er búið að vera að læra fyrir þetta bévítans próf svo mánuðum skiptir. Hvernig í andskotanum lærir maður fyrir stöðupróf í ensku? Það er náttúrulega alltof seint fyrir mig núna að gera nokkuð í þessu, og fokkmí að ég fari að kaupa einhver helvítis æfingapróf. Í staðinn þvoði ég meiköpp-penslana mína svo ég verði nú örugglega sæt á laugardagskvöldið þegar ég rúlla niður Laugaveginn alveg haugafull.

Óska ég hérmeð eftir sjálfboðaliðum til að passa að ég fari mér ekki að voða, þar sem ástmögurinn verður í brúðkaupi lengst úti í rassgati og verður að minnsta kosti í jafnslæmu (og líklegast verra) ástandi þegar hann snýr aftur til siðmenningarinnar.

Að lokum legg ég til að TOEFL próf og Violent Femmes verði lögð í eyði.