Harmsögur ævi minnar

13.8.06

Djöh, lenti í rugli á föstudagskvöldið... eða ruglið lenti í mér eins og Snorri snillingur myndi segja. Get samt engum um það kennt nema sjálfri mér og þessum ömurlega félagsskap sem ég er í. Ekkert nema bölvað vesenislið. Það er því ekkert að gera nema kljúfa sjálfa mig í herðar niður með faxvélinni í vinnunni á morgun, þ.e.a.s. ef ég ætla að standa við það sem ég sagði. Hins vegar var þrusugaman svo við sjáum bara til.

Ég bætti þetta reyndar aðeins upp með því að vera öfgadugleg í dag; bakaði köku, straujaði og braut saman þvott og tók til í holunni. Djöfull hata ég samt sunnudaga út af lífinu... algjör viðbjóður. Ef ég hitti einhvern tímann þann sem er ábyrgur fyrir þessum degi satans þá ætla ég að lemja viðkomandi í hnéskelina með felgujárni.