Harmsögur ævi minnar

15.8.06

Nú fer að verða of seint að hætta við útlandið. Ég bókaði nefnilega flugfar í gær fyrir mig og hjásvæfuna, en hann var einmitt valinn sérlegt burðardýr fyrir draslið mitt úr stórum hópi umsækjenda. Ég fékk miðana á gríðarlega góðu tilboði hjá Icelandexpress og ætla núna að fara og eyða mismuninum í ógeðslega flotta skó sem ég sá í Zöru áðan. Það er svo ótrúlegt hvað ég er alltaf að spara.