Harmsögur ævi minnar

22.8.06

Alltaf er maður nú að lenda í ævintýrum í Kringlunni. Ég varð ótrúlega pirruð áðan þegar fimmta Amnesty-manneskjan stoppaði mig á göngunum í leit að styrkjum. Það væri náttúrulega sjálfsagt að gefa þeim pening ef allt mitt lausafé færi ekki í brennivín og sígarettur. Maður getur ekki leyft sér allt.

Svo kom ég sjálfri mér stórkostlega á óvart skömmu síðar þegar ég var í einhverri draslbúð að kaupa drasl. Sá ég þá ekki þúsundkall á gólfinu og í staðinn fyrir að stela honum rétti ég afgreiðslustúlkunni hann og sagði að einhver hlyti að hafa misst þetta. Ég er greinilega ekki jafn óheiðarleg og ég hélt. Kannski verður maður svona þegar maður vinnur í banka.