Harmsögur ævi minnar

7.9.06

Ja hérna, langt síðan maður hefur skrifað. Enda svosem ekki mikið af viti sem kemur upp úr manni hvort eð er. Ég nenni að sjálfsögðu ekki að telja upp allt sem á daga mína hefur drifið síðan síðast; það tæki alltof langan tíma því líf mitt er svo ótrúlega spennandi. Ég ætla samt að segja frá því að ég fór á tónleika á þriðjudaginn... beið reyndar ekki eftir aðalbandinu Bloodhound Gang, enda fór ég aðallega til að sjá Dr. Mister & Mr. Handsome. Mér leið alla tónleikana eins og ég væri áttræð, því höllin var stútfull af pínkulitlum börnum í gleðikonufötum. Ég hef ekki fengið svona mikið menningarsjokk síðan ég slysaðist óvart inn á Oliver á djamminu og rakst á fólk á klósettinu með snyrtibuddur á stærð við íbúðina mína.

En Dr. og Mr. voru geðveikir.