Harmsögur ævi minnar

9.9.06

Æi, er bara eitthvað að hanga lasin heima. Glatað að vera lasinn. Svo er Rockstar sem ég er búin að sjá 100 sinnum í sjónvarpinu, svo ég sit bara og ét saltstangir og drekk djús og horfi á hjásvæfuna sofa vært í sófanum því hann er svo mikið krútt þegar hann er sofandi. Jææææja, þetta er kannski fullmikið eins og atriðið í Friends þegar geðveiki meðleigjandinn hans Chandlers var alltaf að glápa á hann þegar hann var sofandi. Já svona er maður nú mikið sækó, bezt að snúa sér að einhverju öðru.

Ég hlakka svo til næstu helgar. Sumarbústaður með heitum potti og réttir á laugardeginum og bara gleði gleði. Trill (tsjill og grill) og fjör.

Núna er hjásvæfan byrjuð að hrjóta sem andsetin af djöflinum væri. Það dregur nú aðeins úr krúttlegheitunum verð ég að viðurkenna.