Harmsögur ævi minnar

12.9.06

Næstsíðasti dagurinn í vinnunni... úff hvað þetta líður hratt. Lítill söknuður svosem - ég held að við getum öll verið sammála um það að bankastörf eru ekki minn tebolli. Engu að síður á ég eftir að sakna fólksins sem ég er að vinna með, þau eru snillingar. Skrýtið að vera alltaf að byrja og hætta alls staðar. Alltaf að breyta til.

Ég þarf að baka kveðjukökur í kvöld. Sem er fínt. Eitthvað þarf ég að dunda mér við þangað til Rockstar byrjar. Púðursykurmarengs með rjóma og jarðarberjum og súkkulaðikaka með hnetum. Og kanilsnúða fyrir bústaðinn.

Og mér til mikillar gleði er bæði Lush og Top Shop í Cambridge. OG klúbbur sem heitir 22! Mér líður strax eins og heima hjá mér. Þetta er bara smart.