Harmsögur ævi minnar

13.10.06

Oj, gærdagurinn var ömurlegur. Vaknaði þunn eftir eitthvað deildarpartý á miðvikudagskvöldið og þurfti að hlaupa út til að ná strætó (skildi hjólið eftir uppi í skóla sko). Í öllum æsingnum gleymdi ég stundatöflunni minni, náði fyrsta tímanum kl. 9 en missti af restinni af því að ég vissi ekki hvar þeir voru og var of heiladauð til að finna út úr því. Svo ég sat bara eins og sauður fyrir utan skólann með kaffi og sígó, bölvandi lífinu og öllu saman. Alveg glatað.

Í dag er allt annað uppi á teningnum því það er a) föstudagur, b) ógeðslega gott veður og c) ég fékk loksins háskólakortið mitt. Þannig að ég ætla bráðlega að tölta niður í bæ, skoða fólkið og fá mér hvítvínsglas í góða veðrinu. Jamm, það er allt miklu betra í dag.