Jæja þetta hafðist. Þ.e.a.s. það hafðist að skila á réttum tíma, og get ég stolt sagt frá því að ég var síðust allra, kl. 11:56 (fyrir utan eina úllastelpu sem ætlar að skila einni ritgerðinni á mánudag). Hvað kemur svo út úr þessu rusli er annað mál, og alveg óvíst að það verði bara góðar fréttir. Eeeen það þýðir víst lítið að velta sér uppúr því, ég vona bara að þetta náist.
Nú ég fór á pöbbinn á föstudag, eftir skil með samnemendum mínum. Þar náði ég að hanga til u.þ.b. 17, en þá var mér líka allri lokið, hjólaði heim og er nánast búin að vera sofandi síðan. Það er búið að vera ágætt alveg. Geeeeisp.
<< Home