Harmsögur ævi minnar

11.1.07

Nú sit ég bara við skrifborðið mitt og klóra mér í hausnum með nöguðum nöglunum. Ég hef nefnilega ekki hugmynd um af hverju /ll/ er stundum borið fram /tl/ í íslensku, og af hverju samsetningin /t/ + /l/ afraddar /l/ miklu meira heldur en hin lokhljóðin. Og af hverju /ll/ sem breytist í /tl/ er ekki aðblásið, fyrst að reglan segir að aðblástur eigi sér stað fyrir framan /t, k, p/ + /l, m, n/. Ég er ekkert einu sinni viss um hvernig hægt er að útskýra aðblástur og af hverju hann stafar. Díses, ég veit bara ekki neitt! Þar af leiðandi er ég alveg stopp í síðustu ritgerðinni minni. En maður hefur nú svosem tekið all-nightera áður.