Æi nú er ég búin að lesa næstum allt sem ég ætlaði að lesa fyrir þessar blessuðu ritgerðir mínar. Þá er bara að byrja að skrifa en ég þjáist af ægilegum verkkvíða þannig að ég get ekki byrjað, eða veit ekkert hvar ég á að byrja réttara sagt. Ég held að ég sé hrædd við það að komast að því hvað ég veit lítið. Auk þess man ég ekkert hvað ég var að lesa en ég man a.m.k. að einhvers staðar var vöngum velt um það hvenær bolli væri bolli og hvenær bolli væri orðinn að skál eða vasa. Hver hefur ekki velt því fyrir sér? Ekki ég, svo mikið er fokkíng víst.
Svo er bara aldeilis ekkert jólalegt í borginni. Rigning og rok er alveg óuppáhalds veðrið mitt í öllum heiminum og ég vil ekki sjá svona kjaftæði.
Æi, skrifa skrifa skrifa. Á ég ekki bara að dúndra enhverju bulli á blað, segja það gott og eyða svo kvöldinu í mirtódrykkju, kelerí og jólagjafainnpökkun? Sounds like a plan to me.
<< Home