Harmsögur ævi minnar

7.12.06

Mig langar gríðarlega að:

a) hætta að missa símann minn út um allt, hann er allur skakkur og rispaður og ekkert fínn lengur.

b) hætta að ganga utan í hluti og reka mig í allan andskotann því ég er öll út í marblettum. Það er ekki smart.

Annars er ég að koma heim eftir... viku! Djöfull sem ég hlakka til, jafnvel þó ég sé með ræpu upp á bak út af skólanum. Skiptir engu máli, það reddast alltaf. Ég get ekki beðið eftir að hitta alla, þó sérstaklega Glóa sinn sem hefur varla litið bjartan dag síðan ég kvaddi (eða þannig ímynda ég mér það) og svo auðvitað kærastann sem ég ætla að kreista þangað til hann fær hjartaáfall.