Harmsögur ævi minnar

1.12.06

Oj, ég er að skrifa niður hundleiðinlega punkta fyrir eina af þessum hundleiðinlegu ritgerðum sem ég þarf að drullast til að skrifa. Það sem gerir þetta aðallega svona hundleiðinlegt er að ég er að fara að hitta leiðbeinandann minn á eftir og er auðvitað á síðustu stundu með þetta eins og allt annað.

Það sem mig langar mest að gera er að dúlla mér í smákökubakstri og músastigagerð allan desember. En þar sem það stendur ekki til boða er ég að spá í að vera bara full allan mánuðinn í staðinn.

Ég nenni ekki að senda nein jólakort, þannig að enginn má verða fúll ef hann fær ekkert. Það þarf kannski ekkert að taka það fram... ég fæ heldur eiginlega engin jólakort lengur, enda hætti ég að senda öllum þegar ég byrjaði í skóla fyrir rúmum fjórum árum. Svo hef ég alltaf verið í prófum til kortér í jól. Það á reyndar ekki við núna en þetta er bara verra því nú verð ég að vera með samviskubit á aðfangadag yfir því að vera ekki að skrifa. Jedúddamía hvað maður á bágt!