Harmsögur ævi minnar

13.11.06

Um daginn þegar elskhuginn var hjá mér, sátum við á púbb með Tim og Söru (að vanda). Sagði þá Tim blessaður að hann langaði ekkert smá að vera einhvern tímann í Reykjavík yfir áramótin. Ég og elskhuginn tókum nú bara Íslendinginn á þetta og sögðum honum endilega að skella sér... maður var náttúrulega kenndur og þá kemur ýmislegt uppúr manni sem maður spáir svo ekkert frekar í. En hann bara pantaði far fyrir sig og vinkonu sína, bara sisvona! Ég vona svo sannarlega að það verði pláss á sófanum hjá Glókolli þarna rétt yfir áramótin. Ef það reddast þá er þetta náttúrulega hið besta mál.

En það er þá líka eins gott að það verði almennilegt partý - það er ekkert smá sem maður er búinn að gorta sig af því hvað það er alltaf skemmtilegt hjá okkur.