Harmsögur ævi minnar

12.11.06

Djöfulsins andskotans helvítis helvíti!! Af því ég á nú að vera að læra, þá datt mér í hug að skipta út myndunum á þessari blessuðu mæspeis síðu. Nú ég byrjaði, og þetta tekur óóóratíma því maður þarf að setja eina mynd í einu. Þegar ég er rúmlega hálfnuð þá bara búmm! Slekkur ekki helvítis explorerinn á sér og allt búið. Ég hélt alveg ró minni (enda orðin svo rosalega þolinmóð í ellinni) og byrjaði aftur. Nei nei, ég var alveg að verða búin þegar þetta gerðist aftur. Djöfull var ég fúl... þetta er búið að taka fokking tvo tíma og ekkert... EKKERT! Engar nýjar myndir, bara volæði og leiðindi. Ég ætla sko ekki að reyna aftur... andskotans.