Þá er hjásvæfan komin og farin og skemmtum við okkur bara feykivel. Matur, bjór, keila og skemmtilegheit.
Hápunktur helgarinnar var þegar hjásvæfan var óvart skilin eftir með rúmlega þrítugri þriggja barna móður í eftirpartýi meðan ég og Sara hin sænska vorum á megatrúnói inni í stofu. Nú, kona þessi var skuggaleg nokkuð; húðflúruð frá toppi til táar og með marga lokka í andlitinu. Ekkert að því svosem, en aftur að sögunni. Hjásvæfan og konan sátu semsagt spjallandi inni í herbergi með yngsta barninu, sem var u.þ.b. 3-4 ára, og haldiði að konan hafi ekki bara vippað út júllunum og gefið krakkanum brjóstamjólk eins og ekkert væri sjálfsagðara? Hjásvæfunni leist ekkert á þetta en sagði nú ósköp fátt. Gaman að þessu. Barnið hét líka Gimsteinn Ljósaskipti eða eitthvað svoleiðis... kid's gonna have some issues maður.
Og hjásvæfan getur sjálfri sér um kennt, ég hefði sko aldrei lent í svona skuggalegu eftirpartýi ef hún hefði ekki verið hérna.
<< Home