Harmsögur ævi minnar

27.10.06

Vá hvað lífið hérna er að verða alveg eins og heima, bara með eldri byggingum og öðru fólki (besta fólkið mitt er náttúrulega á klakanum, því miður!).

Það er semsagt sama gamla sagan, alltof mikill bjór, alltof mikið af sígarettum, alltof óhollur matur og alltof lítill lærdómur. Ég var alveg að fara að stressa mig á þessu en fattaði þá að svona hefur þetta bara andskotans alltaf verið og kannski engin ástæða til að fara að fikta í kerfi sem hefur á undraverðan hátt komið mér í gegnum bæði menntaskóla og háskóla.

Sumir eru voða samviskusamir og eru alltaf búnir að öllu löngu fyrir skiladag, læra jafnt og þétt yfir önnina og svoleiðis fínerí. Ekki ég. Ég geri ekki neitt í laaangan tíma, fríka svo út og tek nokkrar vökutarnir og rumpa hlutunum af (misilla!). Næstum því allar ritgerðir sem ég hef skrifað um ævina hef ég klárað u.þ.b. hálftíma fyrir skilafrest og ég fæ alltaf taugaáfall í prófum því það er svo margt sem ég á eftir að lesa.

Ég vildi óska að ég gæti gert hlutina öðruvísi en ég held að mér sé bara ekki viðbjargandi. Ég ætla þess vegna ekkert að stressa mig á þessu meira, svona er þetta bara og hefur alltaf reddast. Þetta hlýtur að reddast núna líka. Ég er farin á barinn með Tim.