Harmsögur ævi minnar

16.10.06

Kræst, ein alveg uppgefin eftir heilan dag á bókasafninu. Samt reiknast mér til að u.þ.b. klukkutími hafi farið í lestur. Í mesta lagi einn og hálfur. Ekkert sérdeilis glæsilegt, en þó skárra en ekkert. Er þá ekki best að drulla sér heim í tebolla og jólaútgáfuna af Lush-blaðinu sem ég fékk um daginn. Ég er yfir mig spennt!