Harmsögur ævi minnar

3.11.06

Bloggleysi mitt stafar ekki af leti, heldur af því að um mánaðarmót forðast ég hið svokallaða alnet eins og pestina því annars neyðist ég til að kíkja á heimabankann minn.

Fréttir eru helstar þær að þessi hjólabísness er nú kannski ekki eins sniðugur og ég vildi vera láta; ég straujaði næstum því íkorna um daginn þar sem ég brunaði heim úr skólanum og varð um og ó. Svo er ég oft að gleypa pöddur og öll fötin mín eru útötuð í smurningi... ekki það að það skipti miklu máli - ég er nefnilega komin með svo ógeðslega sver og mössuð læri að ég kemst ekki í neitt nema strigasekk. Ég þarf eitthvað að endurskoða þetta.

Svo er ég reyndar með gleðifréttir, en þær eru að hjásvæfan ætlar að koma til mín á morgun og vera í alltof fáa daga. Það verður megasnilld.

Góða helgi lömbin mín... heimabankinn bíður.