Harmsögur ævi minnar

11.11.06

Ég er svo mikið að dandalast alltaf. Er búin að hanga inni í herberginu mínu að horfa á fréttir og Sigtið, borða Subway og smákökur, spjalla við Doktorinn minn í síma, skipta um á rúminu og þvo þvott, ryksuga gólfið og bara alls konar.

Brunaði reyndar á bókasafnið áðan til að ná í tvær hljóðfræðibækur sem mig vantaði svo nauðsynlega... en er reyndar ekki búin að taka þær upp úr töskunni ennþá. Ég man ekki hvað lá svona á.

Ég er líka að spá í að skipta um nafn á hjásvæfunni. Faðir minn kallar hana aldrei annað er piltbarnið og mun ég gera slíkt hið sama héðan í frá.

Slæmu fréttir dagsins eru þær að ég er með bólu á hökunni sem er svo stór að hún býr í öðru póstnúmeri en ég. En mér er skítsama því hún verður löngu löngu horfin þegar ég hitti Piltbarnið um miðjan desember. Og mér verður líka skítsama ef hún verður ekki horfin því ég hlakka svo til að rölta um bæinn í frostinu, drekka heitt kakó og leiðast og knúsast. Verst að Piltbarninu þykir ekkert gaman að hanga í bókabúðum, en ég get svosem alltaf geymt hann á barnum á meðan.