Harmsögur ævi minnar

16.11.06

Oj, ég er hálfþunn og viðbjóðslega fúl í skapinu eins og venjulega þegar þannig stendur á hjá mér. Næ ekki í elskhugann í síma til að vorkenna mér og er búin að vera þusandi yfir því við sjálfa mig í allan dag. Enda skil ég ekki að fólk þurfi að vera að hanga í einhverri vinnu þegar ég þarf að tala við það. Og það myndi nú ekkert drepa hann að senda eins og eitt vorkenni-sms.

Svo er fyrirlestur sem mig langar á uppi í skóla eftir hálftíma, nenni bara ekki út úr húsi. Ætli ég hangi ekki bara hérna inni og drepist úr leiðindum.

Update: kærastinn hringdi akkúrat meðan ég var að skrifa þetta. Það gladdi mig óendanlega mikið. Er samt hálf fúl yfir því að hafa ekki gert rassgat í bala í allan dag, en það þýðir víst lítið að velta sér upp úr því...