Ég ætlaði að kaupa mér mandarínur í búðinni í dag og þá mundi ég allt í einu að það er til ógeðslega mikið af svona mandarínudóti sem heitir eitthvað annað. Það voru t.d. til sjö tegundir af mandarínu/klementínuættingjum í dag og mér féllust alveg hendur. Ég vil bara eitthvað sem er á bragðið eins og mandarína og er ekki með steinum, mér er slétt sama hvað það heitir. Ég keypti poka af einhverju, vonandi er það gott. Æsispennandi, æsispennandi alveg!
Ég keypti líka poka af hnetum. Utan á honum stendur:
Sainsbury's
unsalted nut selection
-a blend of brazil nuts, almonds,
hazelnuts and peanuts.
Aftan á stendur svo feitletrað og alles:
Allergy advice
Contains peanuts & nuts
Það var nefnilega það.
(Sorrý Jónsi, ég veit að þetta er líkt hnetustangarsögunni þinni, en þetta var bara of fyndið)
<< Home