Harmsögur ævi minnar

23.11.06

Árlega hissukastið: "Hvah! Önnin bara að verða búin?!". Merkilegt hvað það kemur manni alltaf mikið á óvart.

Ég fór á aðalbókasafnið hjá háskólanum um daginn. Hef alltaf látið litla krúttlega deildarbókasafnið duga, en þurfti að þessu sinni að leita að greinum sem ég fann ekki þar. Og óóómægooood... það er huge... HUGE SEGI ÉG!!! Ég þurfti að hringja í Söru sænsku til að koma inn með mér því ég þorði ekki ein inn, enda hefði ég sennilega týnst og síðar drepist úr hungri í einhverri álmunni þarna. Í miðjunni á þessari tröllabyggingu er svo 15 hæða turn sem við megum ekki fara uppí. Erum við því nokkuð viss um þar sé allt klámið geymt.

Síðan er allt brjálað að gera í félagslífinu. Mun hitta Völund á morgun, afmæli hjá vinkonu tattúveruðu, götóttu konunnar á laugardag og Morten hinn danski kíkir við á sunnudag. Og svo var Sara að dobbla mig í heimsókn í kvöld. Það er nú kannski ekkert skrítið að maður komi litlu í verk!