Harmsögur ævi minnar

26.11.06

Ég þarf sprautu við krónískri leti. Morten kemur að heimsækja mig á eftir og mér finnst ekki taka því að læra í þessa tvo tíma sem ég hef þangað til. Það er rugl og ég er hálfviti. Í staðinn dunda ég mér við það að hita te og reykja margar sígarettur. Auk þess hringi ég í ástmanninn á svona hálftíma fresti. Alltaf yndislegt að spjalla við ástmanninn en fyrir allan peninginn sem við eyðum í símtöl gæti hann sjálfsagt komið að heimsækja mig tvisvar í viku.

Ég er að kúka á mig af peningaáhyggjum. Ég fékk synjun á debbann í hraðbanka um daginn og hef ekkert þorað að kíkja á heimabankann síðan. Og ég á eftir að kaupa allar jólagjafirnar. Það reyndar detta út tvær gjafir í ár því pabbi þurfti að selja tvö yngstu systkini mín til að geta lánað mér fyrir þessum himinháu skólagjöldum. Það er svosem ekkert víst að fólk taki eftir því, þau eru bæði svona semí-rauðhærð þannig að við höfum ekkert verið að flagga þeim neitt sérstaklega. En eins og ég sagði, tveimur gjöfum minna að kaupa, bara flott mál.