Harmsögur ævi minnar

3.12.06

Ég fór á Gilbert & Sullivan söngleikinn Iolanthe á föstudaginn. Ég hef ekki gaman af söngleikjum en lét mig þó hafa það þar sem ég þekki tvær manneskjur sem tóku þátt. Þetta var ágætt, þrátt fyrir afburða fáránlegan söguþráð og óeftirminnilega tónlist. Svo voru flestar álfastelpurnar í þybbnari kantinum, en það þarf nú ekkert að vera neikvætt.

Í framhaldi af þessari upplifun ákvað ég að gera lista yfir þá söngleiki sem ég man eftir því að hafa séð (flestir úr námskeiðinu Hollywood Musicals í HÍ, sem var vægast sagt ekki í uppáhaldi hjá mér). Það veit fólk sem mig þekkir að mér þykir fátt skemmtilegra en að skrifa lista og hver veit nema þetta komi einhverjum að gagni næst þegar haldið verður út á vídeóleigu.

  1. Top Hat: Ógeðslega skemmtileg.
  2. Porgy & Bess: Frekar súr en frábær tónlist.
  3. Kiss Me Kate: Fáránlegur andskoti í skrýtnum litum.
  4. Oklahoma: Algjört helvítis gubb.
  5. Gold Diggers of 1933: Alveg ágætlega skemmtileg.
  6. Singing in the Rain: Æði... og Gene Kelly er jömmmmí.
  7. West Side Story: Gubb og þynnkuskita.
  8. The Wizard of Oz: Njiii.
  9. Show Boat: Tjah, hvað skal segja, frekar furðuleg. Fær þó stóran plús fyrir þá gleði að láta kallhetjuna heita Gaylord Ravenal.
  10. Meet Me in St. Louis: Skemmtileg og hugljúf.

Man ekki eftir fleirum í augnablikinu og þarf líka að fara út að reykja og ná mér í súkkulaði áður en ég byrj... held áfram að læra.