Harmsögur ævi minnar

7.12.06

Ég ætlaði í lab-ið í dag að taka upp aðblásturinn minn, en viti menn, var ekki tæknidúddinn bara veikur. Ég ákvað því að leita mér að áramótakjól í staðinn. Ég mátaði fullt af drasli en leit út eins og roadkill í öllu og varð hundfúl yfir þessu öllu saman. Ætli ég endi ekki á því að vera í sama kjól og í fyrra. Já einmitt, ekki séns. Keypti mér þó ótrúlega fallega spariskó og nýjan maskara svo ekki var þetta alslæmt.