Harmsögur ævi minnar

13.12.06

Ég er að fara heim á morgun! Ég hlakka svo mikið til að ég hef ekki tíma til að hafa áhyggjur af því að ég á eftir að gera fáránlega mikið fyrir skólann. Næsta vika þyrfti að fara öll í lærdóm en það meikar ekki diff... svosem líka bara sjálfri mér að kenna.

Annars er helgin alveg frátekin. Ég hlakka svoooo til að fara í partý á föstudaginn. Þessu sama partýi til heiðurs setti ég nýtt lag á mæspeisið, lag ljóss og friðar eins og það er kallað á mínu heimili. Sumir ættu a.m.k. að kannast við það.

Svo er ég búin að vera ofurdugleg að strauja kreditkortið. Ég keypti t.d. fullt af víðum sparibolum til að fela bjórvömbina. Ég er nefnilega með eðlilegar, eða tjah, jafnvel bara fitt lappir (allar hjólreiðarnar sko) en svo þegar komið er upp að mitti, obbobbobb, hér höfum við lent í vandræðum og PLAFF - springur allt út. Ég er eiginlega eins og kjarnorkusveppaský í laginu. En það er of seint að laga það og þá er bara að klæða það af sér í staðinn. Ég á hvort sem er kærasta svo ég er alveg slök. Ég get ekki beðið eftir því að trúlofa... nú, eða jafnvel gifta mig. Þá getur maður sko farið að fitna almennilega.