Harmsögur ævi minnar

8.12.06

Nú á ég að vera að læra og þá að sjálfsögðu blogga ég eins og vindurinn. Ég er með þrjú þus. Þau eru eftirfarandi:

  1. Ég á að vera að skrifa ritgerð um sérhljóðakerfi. Það gengur ekki neitt. Hverjum er heldur ekki drullusama um einhverja sérhljóða? Ég skil ekki, bara SKIL EKKI hvað í andskotanum ég var að hugsa þegar ég ákvað að halda áfram í skóla. Það var vægast sagt ein af mínum heimskulegustu ákvörðunum. Fer alveg í topp 5 með magaþjálfanum og spírítúalísku hipp hopp geisladiskunum sem ég lét pranga inn á mig hérna um árið af einhverjum ógæfulegum austantjaldsbúa.
  2. Þegar ég kaupi poka með hnetum og rúsínum, þá ætlast ég til þess að það sé jafnmikið af hvoru. Það eru ekkert nema bévítans rúsínur í þessu drasli. Heimska Sainsbury's pakk.
  3. Það er glatað að lesa blogg hjá fólki sem þarf alltaf að þylja upp hvað það gerði í ræktinni. Boooring! Reyndar má nú alveg benda á það að ég þarf svosem ekkert að lesa blogg, og hvað þá hjá bláókunnugu fólki, en það er aukaatriði. Það er samt ömurlega leiðinlegt að lesa hvað fólk gerði margar magaæfingar eða hvað það tekur í bekk.

Þá er það búið í bili.