Þá fer maður alveg að leggja í'ann. Ég þurfti reyndar að opna ferðatöskuna aftur og tæta uppúr henni þegar ég fattaði að ég var berfætt og búin að pakka niður öllum sokkunum mínum. En það bjargaðist. Svo vona ég bara og voooona að ég þurfi ekki að borga yfirvigt.
Nú þá hlakka ég bara til að sjá ykkur, og það ekkert smá. Flest á morgun væntanlega og aðra seinna. En að öllum ólöstuðum verður samt besta hittið í kvöld. Það verður geggjað.
Arrivederci,
Flökku-Deeza.
<< Home