Harmsögur ævi minnar

18.12.06

Það er snilld að vera kominn heim. Partýið hjá Glókolli var ógeðslega skemmtilegt... algjör snilld. Restin af helginni fór svo bara í kúrerí og vídeógláp með bangsanum sínum. Yyyyndislegt. Það sem er aðeins minna yndislegt er að nú sit ég sveitt og hundsyfjuð á bókhlöðunni að lesa merkingarfræði. Djöfull sem það er leiðinlegt. Mig sem langar að hanga á kaffihúsi og pakka inn gjöfum og svoleiðis. Fullt af fólki sem ég þarf að hitta og spjalla við um allt og ekkert og drekka kaffi og hlæja og fíflast. En nei, svona er þetta þegar maður er letingi og nennir ekki að gera hlutina á réttum tíma. Mikið hlakka ég til næstu jóla, þá ætla ég nefnilega að vera heimavinnandi húsmóðir og baka fullt af smákökum og fá gesti í kaffi og fara í maníkjúr og svoleiðis. Aldrei aftur skóli. Nei nei nei!