Harmsögur ævi minnar

9.1.07

Ritgerð 2, eða "Hrákinn" eins og ég vil kalla hana er alveg að verða búin. Svo alveg að verða búin, en ég nenni bara ekki meira í bili og ætla að reyna að sofna yfir Arrested Development. Sykurmagnið í líkamanum á mér er þó væntanlega of mikið til að hvíld náist.

Svo er ég með svo stóra bauga undir augunum að það er eins og ég hafi verið barin í klessu. Það er magnað. Gló-magnað alveg.

Var að spá í það hvað ég verð fúl ef ég fokkíng klúðra þessu og fell. Djöfull væri það fáránlega hallærislegt, sérstaklega þar sem það væri engum nema sjálfri mér og letinni í mér að kenna. Ég er hálfviti.