Harmsögur ævi minnar

3.4.07

Hvenær varð klukkan svona margt? Er að reyna að læra, get ekki sofnað og verð auk þess að vakna fyrir allar aldir til að hleypa kærastanum inn þegar hann lýkur vinnu við sólarupprás. Við erum nefnilega bara með eitt sett af lyklum. Ég var því að spá í að hanga bara og horfa á ókeypis stöð 2 fyrst það er í boði. Svo er ég líka ægilega spennt af því ég er að fara í klippingu á morgun. Ég er að spá í sítt að framan.

Ég horfði annars á (milli þess sem ég dottaði) á 300 í morgun. Mér finnst að allir karlmenn ættu alltaf að vera bara í nærbuxum. R var ægilega hneykslaður yfir áhuga mínum á öllum þessum skrokkum og spurði hvort ég vildi að hann væri með svona magnaða magavöðva. "Ööö já!" svaraði ég, og þá varð hann voða særður. En svona er lífið bara. Ég get alveg lofað ykkur því að ef hann gæti látið stækka á mér brjóstin þangað til ég þyrfti sérstakan hjólastól til að komast á milli staða, þá myndi hann gera það.

Ég sagði honum einmitt frá því einhvern tímann að konur færu í brjóstaminnkun. Fyrst horfði hann á mig skilningssljóum augum þar til ég útskýrði betur. Á endanum skildi hann hvað ég var að tala um, en gat þó ómögulega trúað því að nokkur kona myndi sjálfviljug fara í slíka hörmungaraðgerð.

Sjálf væri ég alveg til í að vera með minni brjóst. Spurning um að skella sér bara í aðgerð... hann getur þá fengið innvolsið og látið búa til sixpack á sig.