Harmsögur ævi minnar

2.4.07

Þá er helgin liðin. Stórskemmtilegt djamm á föstudaginn og restin fór í heimsóknir og matarboð hér og þar. Nú sit ég með tengdamóður minni og horfi á sjónvarpið með risastórt pokabland fyrir framan mig. Ég og kærastið erum nokkuð skæð þegar kemur að óhollustuáti. Þó hefur hann það fram yfir mig að vinna erfiðisvinnu sem bræðir aukasykurinn af honum. Ég bý ekki við slíkan lúxus og horfi því á vömbina stækka dag frá degi. En það er í góðu lagi, það geta nú ekki allir verið mjóir. Svo á ég líka eftir að fá krónískan niðurgang af stressi þegar ég reyni að skrifa þessa ritgerð þannig að það fara pottþétt fimm kíló þar. Ekkert mál.