Harmsögur ævi minnar

27.3.07

Jæja, nú er komin vika síðan ég kom heim. Ég er búin að hafa það svo frábært að ég skammast mín. Ekkert nema hangs, rómantískir veitingastaðir og kaffihús með mínum heittelskaða og fleiri eðalmanneskjum (og á þó ennþá eftir að hitta marga). En nú þarf ég að fara að spýta í lófana og snúa aftur yfir í hið daglega amstur. Og svo þarf ég endilega að skrifa eitt stykki mastersritgerð.

Mér finnst ekkert svo frábært að snúa aftur í raunverulega lífið. Ég væri sko miklu frekar til í að sitja á huggulegum stað daginn út og inn, með rauðvínsglas í hönd og spjalla, fara út að borða og hangsa með kærastanum. Langt frá vísareikningum, yfirdráttarheimildum, námslánum og skólaveseni. But who wouldn't?

Annars gaman að segja frá því að ég er aldeilis búin að lenda í ævintýrum í dag. Var komin á fætur klukkan sex og er búin að keyra danskan ungling í skólaferðalag, brjóta lappirnar (óvart) undan eldhúshillu, borða kínverskan með kærastanum, spjalla við leigubílsstjóra um svæðanudd, lesa smá hljóðfræði og ýmislegt fleira gagnlegt. Ég held mér hafi ekki orðið svona mikið úr verki síðan ég bjó til eftirlíkingu af Eiffel-turninum úr heftum á mettíma haustið '91. Good times maður, good times.