Harmsögur ævi minnar

13.3.07

Ég fór í dag og ætlaði að kaupa mér nærföt. Það er ekkert jafn niðurdrepandi og að máta nærföt. Hvað er málið með þessa lýsingu dauðans? Ég leit út eins og strandaður búrhvalur (í blúndubrjóstahaldara þó) og ákvað að kaupa ekki neitt. Svo langaði mig í kinnalit en liturinn sem ég vildi var ekki til. Fussumsvei.