Kærastinn minn er mjög spenntur fyrir því að fara á Hróarskeldu. Þar vill hann hlusta á svokallaða "house" tónlist sem ég kann því miður lítil skil á. En mér er svosem skítsama, tónlistarhátíðir eru alltaf ógeðslega skemmtilegar, sama hvað maður horfir á. Það væri þá jafnvel hægt að kíkja á Fridzann sinn í leiðinni.
Annars er ég að reyna að koma mér í gang. Þessi frestunarárátta er alveg fáránlegt fyrirbæri. Ætli það séu til lyf við þessu?
<< Home