Blogger píndi mig til að skipta yfir í nýja dæmið. Piff. Læt það liggja milli hluta af því ég var að borða ógeðslega gott Ritter Sport súkkulaði með cappuccino fyllingu.
Fékk óvænta heimsókn á fimmtudag fram til dagsins í dag. Þar var á ferðinni (hinn óheppni ferðalangur) Fyrrverandi, sem lent hafði í miklum hrakföllum á leið sinni til unnustunnar á Spáni. Allt leystist þó á endanum.
Enívei, ætlaði að lesa ógeðslega mikla hljóðfræði í dag, en horfði í staðinn á báðar seríurnar af Spaced. Djöfull eru þetta vangefið góðir þættir. Tíma vel varið segi ég.
<< Home