Jæja, eitthvað finnst mér ég nú vera skárri. Ég er a.m.k. farin að geta hugsað aftur, og er ekkert búin að sofna síðan ég vaknaði í morgun. Og verkjapillulaus og allt. Ég tek samt enga sénsa og reyni að hreyfa mig sem minnst. Reyndar á ég ég tíma hjá lækni á morgun og ætla að drullast þangað þótt mér sé að batna... BARA af því ég beið svo lengi eftir að fá tíma.
Eftir nákvæmlega tíu mínútur á ég að flytja fyrirlestur um mastersritgerðina mína. Það segir sig sjálft að það er ekki að fara að gerast enda er ég hér en ekki þar. Óheppin þau og gríðarlega heppin ég. Þarf væntanlega að gera það í næstu viku í staðinn.
Svo er líkaminn í uppreisn. Ég held að hann sé að reyna að vinna upp þrek eftir veikindin og þar af leiðandi er ég alltaf svöng. Ég er nú ekki búin að borða neitt gríðarlega mikið, enda ekki mikið til. Svo reynir maður bara að drekka vökva og sofa í svona ástandi. En slíkt gildir ekki lengur og hér heyrist garnagaulið úr mér um allt hverfi. Ég borðaði hádegismat áðan en neibb, óhljóðin héldu áfram. Þá tróð ég kexi og kökum ofan í mig þangað til ég gat ekki komið meiru niður, og nú hefur skrímslið þagnað. Vonandi í nokkra klukkutíma, eða helst í allan dag. Ég get hreinlega ekki borðað meira.
<< Home