Harmsögur ævi minnar

28.1.07

Aaaarg! Á morgun ætla ég að:
  • Hætta að reykja
  • Missa 7 kíló. Eða a.m.k. byrja í ræktinni
  • Byrja að læra á fullu, það fer þá bara til spillis ef ég fell
  • Hætta að borða svona mikinn sykur (gott, þá get ég étið allan ísinn minn og kexið í kvöld)
  • Hætta að hanga á netinu eins og vanviti, skoðandi drasl sem gagnast mér ekki neitt í lífinu
  • Hætta að setja mér markmið sem ég stend aldrei við

Svo var ég að átta mig á því að það eru 9 dagar síðan ég bragðaði síðast áfengi. Held að ég hafi ekki tekið svona langa pásu síðan í ágúst. Samt er ég ekkert með minni bjórvömb. Prump.