Harmsögur ævi minnar

28.1.07

Ég keypti mér vörtudrepandi smyrsl í Boots í gær. Ég er nefnilega búin að vera með vörtu milli tveggja öftustu tánna á vinstri fæti í lengri lengri tíma. Já ég veit, ojjjj. Ég hefði líka alveg látið hana vera (aftur oj) ef hún hefði ekki verið farin að valda mér miklum óþægindum. Síðustu daga hef ég varla getað stigið í fótinn og hugðist því gera eitthvað í málunum.

Nú jæja, ekkert meira með það, ég keypti semsagt eitthvað eitur sem á að leysa upp vörtur, líkþorn og annan viðbjóð. Komst svo að því þegar heim var komið að það er fáááránlega erfitt að ætla að bera eitthvað varlega og vandlega á fyrirbæri sem er milli tánna á manni. Eitrið má nefnilega helst ekki fara á heilbrigða húð þar sem það er... tjah jú eitur. Ég sver það að ég var komin í þvílíkar stellingar við að koma þessu helvíti á mig. Öll snúin og krumpuð. Ég endaði svo nokkurn veginn eins og beinlausi frændinn í Cow & Chicken, en þó með vörtueitur á milli tánna, á ca. réttum stöðum. Ég er ekki að meika tilhugsunina um að þurfa að bera þetta á mig daglega í einhverjar vikur!

Ég gæti sjálfsagt beðið meðleigjendur mína um aðstoð en þetta er svona hálf neyðarlegt vandamál. Næstum því eins og að biðja einhvern um að bera á sig gyllinæðarkrem. Vandlifað í þessum helvítis heimi alltaf hreint.

Kveðja, Cousin Boneless