Harmsögur ævi minnar

24.1.07

Ég fór til hjólamanns og hann fiktaði eitthvað í hinu þessu og sagði að ravisonið væri í bundercup og að ég þyrfti nýtt travis og eitthvað fleira. Ég náttúrulega bara "jááá einmitt eins og ég hélt", skildi hjólið eftir í nokkra klukkutíma og fékk það aftur í góðu standi. En er 40 pundum fátækari.

Og hver haldiði að sé að koma að heimsækja mig á föstudaginn? Enginn annar en Subbi sjálfur! (Sjá færslur frá Sardiníu 2004-05 minnir mig) Ég var svo steinhissa að ég kom ekki upp orði. Ætli hann sé búinn að gleyma að við vorum óvinir? Þetta þykir mér stórmerkilegur andskoti. Og hvað í fokkinu á ég að fara að hanga með honum í heilan dag? Og hann þurfti náttúrulega akkúrat að koma þegar ég er í brennivínsbindindi. Það væri þá huggun harmi gegn ef maður gæti hellt sig blindfullan. Ætli það sé hægt að hanga í bíó í heilan dag?

Og djöfull er Sowing the seeds of love magnað lag. Alveg magnað maður.