Harmsögur ævi minnar

18.1.07

Jæja, þá er kennsla byrjuð aftur... eftir alltof stutta pásu verð ég að segja. Ég er nú reyndar svo mikill svartsýnispúki að ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti nokkuð að læra of mikið. Þannig að ef ske kynni að ég myndi falla í ritgerðunum og fengi ekki að halda áfram þá væri ég a.m.k. ekki að sóa tíma í að læra. En bezt að hrista þessar leiðindahugsanir af sér.

Fórum á pöbbinn í gær, aldrei þessu vant. Drakk heila hvítvínsflösku og hjólaði svo heim og lærði fyrir daginn í dag. Fékk svo myrkfælniskast þegar ég ætlaði að fara að sofa og sá púka og skuggaverur út um allt. Fyrst hélt ég að ég væri að fá LSD flassbakk frá því ég var hippi, en fattaði svo að ég var ekki fædd á hippatímabilinu, og hef því síður verið mikið í sýrudroppi. Þannig að annaðhvort er reimt í húsinu mínu eða þá að ég er (eins og fyrrverandi bendir statt og stöðugt á) snargeðveik.

Svo er bara kreisí að gera framundan. Burns supper og alls konar formlegir kvöldverðir hjá ýmsum college-um... bezt að fara að strauja kuflinn. Og ég fæ hvorki meira né minna en þrjár heimsóknir í febrúar. Ég á aðeins eftir að plana hvar ég og gestirnir komumst fyrir í litla rúminu mínu. Það hlýtur að reddast. Annars verður bara ættarmót. Ekki amalegt það.