Harmsögur ævi minnar

16.1.07

Ég er búin að vera í sérlega menguðu og andstyggilegu skapi í kvöld. Ég er viss um að ef ég ætti hund eða barn myndi ég sparka í það/hann.

Ég er að drepast úr hausverk (kenni annaðhvort lægð yfir Bretlandseyjum eða sykurfráhvörfum um það), orðin kengbogin af vöðvabólgu og skólinn að byrja á morgun ofan á allt saman. Svo svarar LÍN mér ekki frekar en venjulega. Og maður hefur hvorki kærasta né foreldra til að röfla í þegar maður er í útlöndum. Fussumsvei.