Ho ho ho, er á bókasafninu og skemmti mér konunglega. Kosturinn við að vera í háskóla með háa standarda er að hér er fólk alltaf að fríka út og kikna undan álaginu. Á þetta einna helst við lilla í grunnnámi, en ekki letingja í masters- eða doktorsnámi.
Bara í dag er ég búin að heyra stelpu blóta tölvu svo illilega að bæði Denis Leary og Billy Connolly hefðu farið að grenja, og svo fór önnur stelpa að hágráta í afgreiðslunni því hún mátti ekki taka einhverja bók út (var með sekt sko). Hún henti sér meira að segja í gólfið til áhersluauka og barði með krepptum hnefunum í gólfflísarnar. Tiny fists of intern fury, man einhver eftir því? Og klukkan rétt tvö! Ég bíð spennt eftir fleiri skemmtiatriðum.
(Og já já já, ég veit að mér hefnist fyrir þessa illsku þegar ég fell...)
<< Home