Harmsögur ævi minnar

6.2.07

Nei, ekki er ég nú látin úr hungri, heldur er ég að drepast úr veikindum. Ég held að ég hafi ekki orðið svona lasin síðan ég fékk flensu dauðans 2002. Þvílík helvítis leiðindi og tímasóun. Ég veit ekki hvort ég á að drulla mér til læknis... finnst svolítið að ef ég kemst til læknis að þá geti ég alveg eins farið í skólann. Ég er samt orðin nett pirruð á að líða eins og einhver sé að sarga hausinn á mér í tvennt með vélsög. Djöfulsins andskotans...