Ojjj lasin. Ég er reyndar búin að sofa nánast í 24 tíma og finnst ég vera aðeins hressari, en það gætu þó líka verið verkjalyfin. Nú er vandamálið hins vegar það að ég er að drepast úr hungri. Piparmyntumeðleigjandinn minn er með einhverja kaffigesti niðri í eldhúsi (örugglega einhver söngleikjafrík) og ég er í engu stuði til að mingla neitt, enda í joggara, sveitt og með hárið út í loftið. Í gær borðaði ég epli sem ég fann í úlpuvasanum mínum, ég vissi sko að það myndi einn daginn koma sér vel að vera alltaf með ávexti á sér, þó ég borði þá aldrei.
Nú vantar mig semsagt uppástungur. Á ég að reyna að snúa dúfu úr hálsliðnum út um gluggann hjá mér og grilla á kerti? Borða af mér hárið? Hjálp einhver, áður en ég svelt til dauða!
<< Home